Viðskipti erlent

Ekki einhugur innan Englandsbanka

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Einhugur virðist ekki hafa verið í peningamálanefnd Englandsbanka á síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar en bankinn ákvað fyrir hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Í gær var greint frá því að tveir af níu nefndarmönnum hafi verið fylgjandi 25 punkta hækkun.

Breska fréttastofan Sky segir þá sem fylgjandi hafi verið hækkun vaxta hafa bent á að stýrivextir hafi einungis hækkað um 75 punkta, nú síðast í janúar um 25 punkta. Bentu þeir meðal á að verðbólga sé með hæsta móti og nokkuð yfir verðbólgumarkmiðum Englandsbanka. Aðrir nefndarmenn munu hafa hins vegar óttast að hærri vextir hefðu þrýst um of á efnahagslífið.

Þrátt fyrir háa verðbólgu var ekki heldur einhugur innan nefndarinnar að hækka vextina um fjórðung úr prósenti en fimm munu hafa verið fylgjandi hækkun á móti fjórum sem studdu óbreytt stýrivaxtastig.

Greinendur gera ráð fyrir 25 punkta hækkun á ný í næsta mánuði, að sögn Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×