Innlent

Dagný Ósk formaður Stúdentaráðs

Dagný Ósk Aradóttir
Dagný Ósk Aradóttir

Dagný Ósk Aradóttir var í dag kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs HÍ á skiptafundi ráðsins. Dagný var oddviti á lista Röskvu til Stúdentaráðs á síðasta ári. Dagný er sjötta konan til að gegna embætti formanns Stúdentaráðs en hún gengdi embætti ritara ráðsins á nýliðnu starfsári. Röskva hlaut hreinan meirihluta í kosningum í Háskólanum fyrr í mánuðinum en hafði síðast hreinan meirihluta árið 2002.

Á nýliðnu starfsári héldu fylkingar Vöku og Röskvu saman um stjórnartaumana í Stúdentaráði eftir að hafa fengið jafn marga fulltrúa kjörna í ráðið, Röskva bætti hinsvegar við sig manni nú á kostnað Háskólalistans sem hefur engan fulltrúa í nýju ráði. Einungis munaði 20 atkvæðum á Vöku og Röskvu í kosningunum. Dagný tekur við af Sigurði Erni Hilmarssyni sem hefur verið formaður ráðsins undanfarið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×