Snjóþyngsli í Danmörku töfðu ferð Íslendings með vörubíl 22. febrúar 2007 19:45 Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Umferð í lofti og á láði raskaðist töluvert þegar snjó kyngdi niður sem aldrei fyrr í Danmörku og suðurhluta Svíþjóðar og Noregs í dag. Flugi var frestað og lestir hættu að ganga. Ekki er vitað til þess að alvarleg slys hafi orðið á fólki. Mest hefur snjóað í norður- og austurhluta Danmerkur, á Skáni í Svíþjóð og í suðurhluta Noregs. Snjómokstur hófst eldsnemma í morgun og hefur haldið áfram fram eftir degi. Fjölmargir hafa ekki komist til vinnu og mörgum skólum verið lokað. Lestarferðum var aflýst, í Danmörku var mikill snjór á lestarteinum. SAS flugfélagið hefur aflýst nærri tvö hundruð flugferðum í dag. Töf varð á ferðum Icelandair til Danmerkur og Svíþjóðar og Iceland Express til Kaupmannahafnar í morgun. Sighvatur Jónsson, fréttamaður Stöðvar 2 í Árósum í Danmörku, segir að þar hafi snjórinn svo sannarlega sett mark sitt á umfeðrina í dag og ekki bara þar heldur um alla Danmörku. Annar hver Dani hafi haldið sig heima vegna veðurs. Af þeim sem hafi farið af stað hafi 9.000 ökumenn þurft aðstoð, sumir biðu eftir hjálp frá því í gærkvöldi. Lokun hraðbrauta tafði ferðalag Íslendingsins Marteins Péturssonar, sem var að flytja nýkeyptan vörubíl sinn frá Þýskandi, í skip í Hanstholm á norðurhluta Jótlands. Marteinn segir veðrið hafa tafið hann um fleiri fleiri klukkustundir. Nóttin hafi verið þessi dæmigerða „þrengslastemmning" þeirra Dana. Hann segir veðrið og færðina ekki svo agalega miðað við það sem hann þekki frá Íslandi. Verst sé að margir Danir séu á sléttum dekkjum og bílarnir þvers og kruss á veginum og það tefji. Miðað við veðurspána gætu margir Danir þurft að moka bíla sína aftur út í fyrramálið, enda ekki hætt að snjóa í Skandinavíu og frekari ofankomu spáð í kvöld og nótt.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent