Viðskipti erlent

Bankar sameinast á Ítalíu

Alessandro Profumo, bankastjóri Unicredit.
Alessandro Profumo, bankastjóri Unicredit. Mynd/AFP

Ítalski bankinn Unicredit hefur keypt bankann Capitalia, sem er smærri. Kaupverð, sem greiðist að öllu leyti með hlutafé, nemur 22 milljörðum evra, jafnvirði 1.882 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum verður til annar stærsti banki Evrópu að markaðsvirði, sem nemur rúmum 100 milljörðum evra, jafnvirði 8.554 milljarða íslenskra króna.

Stærsti banki í Evrópu að markaðsvirði er HBSC.

Bankarnir reka 9.200 útibú víða um heim og hafa rúma 40 milljónir viðskiptavina.

Þá munu þeir renna saman í eina sæng og taka upp nafn Unicredit. Alessandro Profumo, bankastjóri Unicredit, mun sitja yfir báðum bönkum en Matteo Arpe, bankastjóri Capitali, hefur sagt starfi sínu lausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×