Erlent

Lundúnalögreglan sektuð fyrir skothríð

Óli Tynes skrifar
Líkið af Jean Charles de Menezes í lestarvagninum.
Líkið af Jean Charles de Menezes í lestarvagninum.

Lundúna lögreglan hefur verið sektuð um tæpar 22 milljónir króna fyrir að skjóta saklausan Brasilíumann til bana í járnbrautarlest árið 2005. Það var skömmu eftir árásirnar á samgöngukerfi Lundúna og lögreglumennirnir héldu að Jean Charles Menezes væri hryðjuverkamaður. Hann var skotinn sjö skotum í höfuðið.

Þetta voru mjög óvenjuleg réttarhöld þar sem saksóknarinn sagði að ekki væri hægt að draga neinn einstakling til ábyrgðar. Þess í stað var málið höfðað gegn lögreglunni í heild sinni fyrir að takast ekki að vernda almenning frá hættunum sem stafaði af sjálfsmorðssprengjumanni sem gengi laus.

Lögreglan var sökuð um að brjóta heilbrigðis- og öryggisreglur þegar þeir eltu Menezes langar leiðir og skutu hann loks til bana. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúnaborgar sagði eftir úrskurðinn að hann myndi ekki segja af sér embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×