Innlent

Póló og Doppa eru fallegust

Haninn Póló Prinsson og hænan Doppa voru valin fallegustu hænsnin á Landnámssýningu. Þau eru hér í fangi eigenda sinna.
Haninn Póló Prinsson og hænan Doppa voru valin fallegustu hænsnin á Landnámssýningu. Þau eru hér í fangi eigenda sinna.

Á sjötta tug landnámshæsna voru sýnd í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á laugardag. Það var Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna sem stóð fyrir sýningunni. Einnig var þar hitakassi með ungum sem voru að skríða úr eggjum sínum.

Gestir voru fengnir til að velja fallegustu hana og hænu sýningarinnar og voru það haninn Póló Prinsson og hænan Doppa sem hrepptu verðlaunin að þessu sinni. Eigendur þeirra, Erlen Óladóttir og Júlíus Baldursson, fengu hvort sinn farandbikarinn til varðveislu fram að næstu sýningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×