Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir skipstjóra fiskiskipsins hafa haft samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá hádegi og ástand skipverjans metið svo að viðkomandi skyldi komið undir læknishendur. Mbl.is greindi fyrst frá.
Hann segir aðgerðina hafa gengið hratt og vel fyrir sig, þyrlusveitin hafi verið á æfingu þegar útkallið barst og brugðist hratt við. Rúmur klukkutími sé síðan þyrlan lenti við Landspítalann.