Tónlist

Glaðir og fjörugir hálfvitar

Eins og sjá má sýndi Oddur Bjarni lipur tilþrif á sviðinu og gaf sig allan í sönginn.
Eins og sjá má sýndi Oddur Bjarni lipur tilþrif á sviðinu og gaf sig allan í sönginn.

Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir gerði allt brjálað í Borgarleikhúsinu á föstudaginn þegar sveitin hélt útgáfutónleika en hún gaf nýlega út disk sem ber nafn sveitarinnar.

Arngrímur Arnarson var ákaflega sáttur með tónleikana enda fór ansi nærri því að fullt væri út úr dyrum í Borgarleikhúsinu. Liðsmenn sveitarinnar spiluðu nánast samfleytt í tvo og hálfan tíma og var mikið sprellað á milli laga.

Að sögn Arngríms var góður rómur gerður að leik sveitarinnar og fóru gestir velflestir út í sumarnóttina með bros á vör. „Þetta var alveg gríðarleg stemning,“ segir Arngrímur en sveitin hyggst blása til álíka mikillar veislu um næstu helgi. „Þá förum við norður og spilum í Ýdölum í Aðaldal,“ segir Arngrímur, liðsmaður Ljótu hálfvitanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×