Innlent

Sjávarútvegsráðherra kynnir ákvörðun á hádegi

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. MYND/Stefán

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra mun gera grein fyrir ákvörðun sinni um veiðiheimildir á næsta fiskveiðiári á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi og að honum loknum verða þær svo væntanlega kynntar almenningi.

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorkveiðikvótinn verði skertur um 60 þúsund tonn, eða úr 190 þúsund tonnum eins og hann er núna, niður í aðeins 130 þúsund tonn. Fjallað var um málið á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna í gærkvöldi og síðan var forysta stjórnarflokkanna í sambandi.

Margir hagsmunahópar leggja til að hægar verði farið í sakirnar og að niðurskurðurinn verði ekki nema um helmingur þess sem Hafrannsóknastofnun leggur til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×