Innlent

Eldur kom upp í malbikunarstöð að Sævarhöfða

Eldur kom upp í malbikunarstöðinni Höfða að Sævarhöfða um klukkan tíu í morgun. Eldsupptök voru í blöndunarturni stöðvarinnar þar sem bikinu er blandað saman við mölina. Neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerðina og varð töluverður eldur.

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á staðinn. Auðvelt var að komast að eldinum og gekk greiðlega að ná tökum á honum. Mikinn svartan reyk lagði um tíma frá stöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×