Enski boltinn

Eggert Magnússon: Gott að þessu er lokið

Eggert getur nú einbeitt sér að því að styrkja lið West Ham fyrir næstu leiktíð
Eggert getur nú einbeitt sér að því að styrkja lið West Ham fyrir næstu leiktíð NordicPhotos/GettyImages

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, sagðist ánægður í dag þegar í ljós kom að West Ham héldi sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eftir að kröfu Sheffield United vegna Carlos Tevez var vísað frá. Forráðamenn United vildu að liðið héldi sæti sínu í úrvalsdeildinni þrátt fyrir fall á þeim grunni að West Ham hefði teflt fram ólölgleum leikmanni í vor.

"Ég er ánægður að þessu máli er lokið og allir geta nú farið að einbeita sér að framtíðinni. Úrskurður nefndarinnar sem tók málið fyrir var mjög skýr og endurspeglaði það sem við vonuðum allan tímann. West Ham er búið að vera að undirbúa sig fyrir næsta tímabil allt frá því flautað var af í síðasta leik í vor og við munum halda því starfi áfram. Ég vil undirstrika að Carlos Tevez er samningsbundinn West Ham næstu þrjú árin og staða hans er óbreytt," sagði Eggert í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×