Á fermingarveisluna skjalfesta á vídeói 22. mars 2007 06:00 Friðrik fékk meðal annars kassettutæki og IKEA-innréttingu í fermingargjöf. MYND/ vilhelm Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg Fermingar Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Friðrik Friðriksson leikari lék á als oddi í fermingarveislu sinni og var ekki eitt af þessu feimnu fermingarbörnum, að eigin sögn að minnsta kosti. „Nei, nei. Ég var á þeytingi milli ættingja og ég á meira að segja alla veisluna á vídeói til að sanna hversu sprækur ég var," segir Friðrik. „Þetta var svona meðalstór veisla þannig að ég þekkti flesta ættingjana og það sparaði mér heilmikil vandræðalegheit." Friðrik fékk marga góða gripi í fermingargjöf sem þrátt fyrir mikil gæði eru fæstir í notkun í dag. „Ég fékk svona Ikea-innréttingu í herbergið mitt sem ég tek enn þann dag í dag með mér hvert sem ég fer, hún er algjör draumur í dós," segir Friðrik og hlær. „Svo fékk ég líka gettóblaster. Reyndar hétu gettóblasterar ekki gettóblasterar á þessum tíma heldur kassettuspilarar. Þetta var sko enginn geislaspilari, svoleiðis lúxus var ekki kominn á markað." Friðrik fékk líka mikið af útivistarbúnaði í fermingargjöf. „Það var vegna þess að ég var skáti, og er víst enn. Einu sinni skáti, ávallt skáti, maður kemst ekki undan því samkvæmt reglunum," segir Friðrik. „Svo fékk ég líka fullt af pening eins og gengur og gerist." Ef Friðrik væri 13 ára í dag, en með þann þroska sem hann hefur tekið út nú, myndi hann án efa fermast aftur. „Maður græddi svo mikið á þessu að ég myndi hiklaust endurtaka leikinn. Þetta var svo mikil búbót og maður var skyndilega orðinn eignamaður 13 ára gamall," segir Friðrik og hlær. „Það er náttúrulega ákveðinn þroski að eiga fjárfestingar hingað og þangað." Í öllu meiri alvöru játar Friðrik að honum finnist það í góðu lagi að krakkar fermist 13 ára þó svo þau séu ekki orðin trúarlega meðvituð. „Annað hvort verður fólk trúað eða ekki og annað hvort heldur það áfram að mæta í kirkju eða ekki," segir Friðrik. „Ég held það fylgi enginn varanlegur skaði því að fermast og ef fólk skiptir um skoðun þá bara gerist það."-tg
Fermingar Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira