Gott veganesti út í lífið 22. mars 2007 04:30 Spurningin hvort börn fermist vegna trúar eða annars er af mjög tilfinningalegum toga, að sögn séra Örnu Grétarsdóttur. MYND/Vilhelm „Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“ Fermingar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Það eru gífurleg forréttindi að koma að börnunum frá kirkjunnar sjónarhóli. Þau koma til manns einu sinni í viku, við getum leyft okkur öðruvísi aðkomu en skólinn gerir og sjáum þar af leiðandi oft bara þeirra bestu hliðar,“ segir séra Arna Grétarsdóttir, prestur í Seltjarnarneskirkju, sem tekið hefur þátt í menntun fermingarbarna í um tíu ár, þar af fjögur sem prestur. „Sem prestur er maður með börnunum allan veturinn, fær að fylgja þeim og kynnast þeim mikið nánar. Maður lærir nöfnin á þeim og nær til þeirra á annan hátt,“ segir Arna sem kenndi fermingarbörnum á námskeiðum sem guðfræðinemi. „Á slíkum námskeiðum fær maður að vera með þeim á skemmtilegustu tímapunktunum,“ segir Arna og finnst almennt mjög skemmtilegt að vinna með börnum á þessum aldri. Arna telur það mjög tilfinningalega spurningu hvort börnin fermist út af trú eða öðru. „Þegar verið er að tala um trú eða krefja þau til að svara á trúarlegan hátt gæti ég allt eins gengið að þeim og sagt „hvað segirðu, ertu skotin í honum Nonna?“ segir séra Arna hlæjandi og bendir á að trúin sé svo persónuleg að ekki sé hægt að tala um hana af alvöru í stórum hópi. Betra sé að gera það í smærri hópum. En hvað er það sem börnin læra í fermingarundirbúningnum? „Í Seltjarnarneskirkju byrjum við að fara yfir trúfræðigrunninn, kennum þeim um bænina, trúarjátninguna og Faðirvorið sem þau reyndar flest kunna. Við kennum þeim um lúthersku kirkjuna og staðsetjum þau í þessari trúarbragðaflóru. Þegar við höfum farið í þennan ákveðna trúfræðigrunn förum við í hvernig þau ætli að nýta sér að vera kristin í sínu daglega lífi,“ segir Arna og telur að börnin læri mikið á þessu fermingarári. „Þau þroskast mikið á þessu ári og fá með fermingarfræðslunni ákveðið nesti út í lífið.“ Arna segir gjafir og veislur töluvert til umræðu hjá börnunum. „Auðvitað finnst öllum rosalega gaman að fá gjafir, það er bara eðlilegt,“ segir Arna og telur ekki að umfang veislna sé að fara úr böndunum. „Auglýsingarnar eru miklu fleiri en fyrir tíu árum og svona eru tímarnir sem við lifum á. Hins vegar man ég eftir því sjálf að hafa verið að hugsa um fermingargjafir og fötin en það breytti því ekki að ég væri að fermast út af trúnni á Jesú og ég held að það sé eins í dag.“
Fermingar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira