Erlent

Stálu nærfötum fyrir 785 þúsund krónur

Þrír djarfir ræningjar stálu nærbuxum og brjóstahöldurum úr verslun Victoria's Secret í New Jersey í Bandaríkjunum á þriðjudaginn var fyrir andvirði um 785.000 krónur. Þeir voru með sérstakar töskur til þess að koma í veg fyrir að öryggiskerfi verslunarinnar myndi gera starfsmönnum viðvart.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sjást ræningjarnir labba um búðina, á meðan hún var opin, og troða nærbuxum og brjóstahöldurum ofan í hana. Lögregla sagði að ræningjarnir hefðu tekið nærbuxur fyrir um 460.000 og brjóstahaldara fyrir um 325.000 krónur.

Talsmaður lögreglunnar í New Jersey sagði að enn hefði enginn verið handtekinn vegna málsins. „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki í lent í áður. Þetta er mikið af nærfötum." sagði hann að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×