Erlent

Handtóku þrjá í tengslum við hryðjuverk

Breska lögreglan fyrir utan eitt húsanna sem verið er að leita í.
Breska lögreglan fyrir utan eitt húsanna sem verið er að leita í. MYND/AFP
Breska lögreglan handtók í dag þrjá menn sem taldir eru tengjast sjálfsmorðssprengjuárásunum í Lundúnum þann 7. júlí árið 2005. Tveir menn voru handteknir á flugvellinum í Manchester rétt áður en þeir fóru um borð í flugvél á leið til Pakistan. Þriðji maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Leeds.

Mennirnir voru handteknir vegna gruns um að þeir hafi fyrirskipað, undirbúið eða hvatt til hryðjuverkanna. 52 létu lífið í árásunum þann 7. júlí 2005.

Þetta eru fyrstu mikilvægu handtökurnar síðan að atburðurinn átti sér stað. Enn er verið að leita í húsum í hverfum þar sem að einstaklingarnir þrír bjuggu. Lögregla segir að rannsókn málsins eigi eftir að taka einhvern tíma í viðbót. Almenningur hafi þó ekkert að óttast þar sem vitað sé að mennirnir þrír hafi ekki verið að leggja á ráðin um ný hryðjuverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×