Erlent

Léku rangan þjóðsöng

Stjórnvöld á eynni Grenada í Karabíska hafinu eru í öngum sínum eftir að þjóðsöngur Taívans var leikinn í stað þess kínverska þegar nýr íþróttavöllur var tekinn í notkun um helgina í höfuðborginni St. Johns. Ríkisstjórn Kína kostaði gerð vallarins sem eyðilagðist í fellibyl árið 2004 og því átti að leika þjóðsönginn henni til heiðurs. Sendiherra Kína á Grenada var hins vegar ekki skemmt þegar lúðrasveitin lék taívanska þjóðsönginn en sem kunnugt er eru litlir kærleikar með þeim nágrönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×