Erlent

Vara við árásum á Íran

Kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda hefur vakið ugg í Bandaríkjunum.
Kjarnorkuáætlun íranskra stjórnvalda hefur vakið ugg í Bandaríkjunum. MYND/AP

Þrír fyrrverandi hershöfðingjar úr Bandaríkjaher vara eindregið við hernaðaraðgerðum gegn Írönum í bréfi sem þeir birta í breska blaðinu Sunday Times í dag. Þremenningarnir Robert Gard, Joseph Hoar og Jack Shanahan segja að slíkar árásir myndu hafa hrikalegar afleiðingar fyrir Mið-Austurlönd og setja hersveitir Bandaríkjamanna í Írak í stórhættu. Kjarnorkudeiluna við Írana sé einungis hægt að leysa eftir diplómatískum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×