Innlent

Segja stóriðjustefnuna í forgangi

Formaður vinstri grænna átelur ríkisstjórnina fyrir ábyrgðarleysi í umhverfismálum og segir stóriðjustefnuna forgangsatriði í málflutningi hennar. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir enga raunverulega stefnu í loftslagsmálum til hérlendis.

Skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun andrúmsloftsins sem kynnt var fyrir helgi hefur vakið mikla athygli enda er dökk mynd dregin þar upp.

Í gær greindi Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra frá því að nýrrar stefnu ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum væri að vænta á næstunni. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, er ekki bjartsýnn um innihald hennar. Stjórnvöld hafa að hans mati ekki kynnt neina langtímastefnu í loftslagsmálum og það sé bagalegt.

Ekki verður sérstaklega fjallað um útblástur stóriðju í nýju stefnunni og því finnst Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri - grænna, hún tæpast standa undir nafni. Hann segir stóriðjustefnuna hornsteininn í málflutningi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.

Steingrímur vill þrátt fyrir þetta ekki saka ríkisstjórnina um stefnuleysi í þessum málum heldur þvert á móti. Stjórnin hafi þá stefnu að menga sem mest að hans mati.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×