Innlent

Stjórnvöld kærulaus um stera

 

Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki.

Þegar fíkniegfnalögreglan tekur þrjátíu þúsund skammta af sterum eins og á föstudag hljóta að vakna spurningar um hversu útbreidd þssi misnotkun er. Birgir segir að þessi misnotkun sé ekki einungis tengd keppnisíþróttum og sé talin algeng á líkamsræktarstöðvum. Hann bendir á hættuna af steranoktun. Hún skemmi hjarta- og æðakerfi auk þess sem hún auki á árásargirnd notenda.

Birgir segir að víða annars staðar sé haft eftirlit með steranotkun í líkamsræktarstöðvum. Þess utan hafi sterar á sumum stöðum verið flokkaðir sem fíkniefni. Samkvæmt núgildandi löggjöf hér á landi varðar sterasmygl við lyfjalög og eru refsingar því til muna mildari en ef um fíkniefni væri að ræða. Gagnrýnir Birgir stjórnvöld fyrir kæruleysi í þessum málum og hafi þau seint og illa brugðist við margítrekuðum ábendingum, meðal annars frá honum.

Sá sem handtekinn var á föstudag vegna skamtanna 30 þúsund var forvígismaður í Kraftlyftingasambandinu en hann lét af störfum á aðalfundi á föstudagskvöld og gékk úr félaginu. Þar var ný stjórn kjörin og segir Jóhanna Eiríksdóttir, nýr formaður Kraft, að hún vilji bæta ímynd kraftlyftinga og koma því á framfæri að steranotkun sé vandamál innan allra íþróttagreina. Segir Jóhanna að stefnt sé að inngöngu Krafts í ÍSÍ að nýju.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×