Innlent

Drukknir óku á vegrið í Svínahrauni

Fólksbíll með þremur ungum karlmönnum milli tvítugs og þrítugs keyrði utan í vegriðið milli hins umdeilda tveir plús einn vegar í Svínahrauni á Hellisheiði um sjöleytið í morgun. Við þetta skemmdust sex stikur og bíllinn skemmdist líka en vegriðið varnaði því að þeir færu yfir á hinn vegarhelminginn.

Bíll kom að piltunum og flutti þá að Litlu kaffistofunni, sem reyndar var lokuð svo árla morguns, en þangað sótti lögreglan á Selfossi mennina þrjá. Þeir voru fluttir á lögreglustöðina á Selfossi þar sem tekin voru blóð- og þvagsýni enda voru þeir allir grunaðir um ölvun. Auk þess hafði lögregla ástæðu til að ætla að piltarnir hafi verið undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.

Ekki er vitað hver þeirra var undir stýri. Piltarnir slösuðust ekki og sluppu með skrekkinn að sögn lögreglunnar en þeir gista nú fangaklefa og bíða þess að vera teknir til yfirheyrslu. Ofankoma er af og til á Hellisheiðinni og lögreglan varar við fljúgandi hálku á heiðinni.

.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×