Erlent

Herlög í gildi í Sómalíu

Herlög verða í gildi í Sómalíu næstu þrjá mánuðina samkvæmt ákvörðun sómalska þingsins í morgun. Þar með er neyðarástandi lýst yfir í landinu. Ráðamenn segja þetta gert til að hægt verði að tryggja öryggi sómalskra borgara á ný eftir margra vikna blóðug átök við íslamska uppreisnarmenn. Þingforseti Sómalíu segir að hægt verði að framlengja gildistíma herlaga óski forseti þess formlega og þing samþykki.

Eþíópískar og sómalskar hersveitir hröktu uppreisnarmenn á flótta í síðasta mánuði eftir að íslamistar höfðu náð meiri hluta landsins á sitt vald mánuðina á undan. Uppreisnarmenn hótuðu þá skæruhernaði og hefur mannskæðum árásum fjölgað síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×