Drengjum bjargað úr klóm mannræningja 13. janúar 2007 19:15 Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum. Erlent Fréttir Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira
Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst í gær heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannrán. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var aðeins 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði í hjólreiðatúr og von var á honum heim í kvöldmat en ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði til við leitina. Það var svo á mánudaginn fyrir tæpri viku að hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Garu Toelke, lögreglustjóri, segir það hafa komið þægilega á óvart að drengirnir væru enn á lífi, sér í lagi Shawn Hornbeck sem hafði veriið týndur í fjögur og hálft ár. Fæsta sem hefði verið saknað svo lengi væri von til að finna á lífi. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið er í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum.
Erlent Fréttir Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Sjá meira