Jeppamenn þjösnast á uppgræddu landi 11. mars 2007 09:00 Skýr skilaboð. Landníðingar hunsa einfaldlega landeigendur á Hrauni sem banna alla umferð utan vega. mynd/þorvaldur sturluson umhverfismál „Þeir voru þarna í torfærukeppni inni á svæði sem er einfaldlega frábær náttúruperla," segir Þorvaldur Sturluson náttúruunnandi sem á sunnudag varð vitni að því hvernig jeppamenn óku utan vega ofan við fjöruna milli Ölfusárbrúar og Þorlákshafnar. „Ég hef aldrei séð aðra eins fávita. Þetta voru fullorðnir menn sem höguðu sér eins og litlir strákar," segir Þorvaldur um aðfarir ökumanna þriggja upphækkaðra jeppa. Þeir hafi spænt upp sandöldur og melgresishóla. Svæðið er annars vegar í landi Hrauns og hins vegar í landi Þorlákshafnar. Þarna hafa Landgræðslan og landeigendur ræktað upp svartan sandinn með melgresi frá því fyrir miðja síðustu öld. Landeigandinn Hrafnkell Karlsson á Hrauni segir grátlegt hvernig bæði vélhjólamenn og jeppamenn fari hamförum innan landgræðslugirðingarinnar og spilli áratuga uppgræðslustarfi í sandhólunum. „Þetta er sárt. Það er víða komið rof í sandbakkana og gróðurinn þar á sér varla viðreisnar von," segir hann. Að sögn Hrafnkels hefur ekki dugað að koma til móts við þessa ökumenn með því að útbúa sérstaka ökubraut í nágrenninu. Þótt flestir í þessum stóra hópi umgangist landið af virðingu séu alltaf svartir sauðir sem engan skilning hafi á afleiðingum gjörða sinna. Þetta gildi sérstaklega um vélhjólamenn. Skýrar merkingar eru á svæðinu um að akstur utan vega sé bannaður en ökuþórarnir sinna þeim ekki. „Aðkoman var hrikaleg. Þeir spóluðu langt upp í bakkana og upp í grasbalana sem er verið að reyna að rækta upp. Það er skömm að þessu," segir Þorvaldur, sem tilkynnti lögreglu um spjöllin. Að sögn Svans Kristinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi, fóru lögreglumenn á fólksbíl á vettvang á sunnudag en sáu ekkert nema hjólför í fjörunni. Sennilega hafi þeir ekki komist á bílnum að þeim stað þar sem ummerkin eru mest. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
umhverfismál „Þeir voru þarna í torfærukeppni inni á svæði sem er einfaldlega frábær náttúruperla," segir Þorvaldur Sturluson náttúruunnandi sem á sunnudag varð vitni að því hvernig jeppamenn óku utan vega ofan við fjöruna milli Ölfusárbrúar og Þorlákshafnar. „Ég hef aldrei séð aðra eins fávita. Þetta voru fullorðnir menn sem höguðu sér eins og litlir strákar," segir Þorvaldur um aðfarir ökumanna þriggja upphækkaðra jeppa. Þeir hafi spænt upp sandöldur og melgresishóla. Svæðið er annars vegar í landi Hrauns og hins vegar í landi Þorlákshafnar. Þarna hafa Landgræðslan og landeigendur ræktað upp svartan sandinn með melgresi frá því fyrir miðja síðustu öld. Landeigandinn Hrafnkell Karlsson á Hrauni segir grátlegt hvernig bæði vélhjólamenn og jeppamenn fari hamförum innan landgræðslugirðingarinnar og spilli áratuga uppgræðslustarfi í sandhólunum. „Þetta er sárt. Það er víða komið rof í sandbakkana og gróðurinn þar á sér varla viðreisnar von," segir hann. Að sögn Hrafnkels hefur ekki dugað að koma til móts við þessa ökumenn með því að útbúa sérstaka ökubraut í nágrenninu. Þótt flestir í þessum stóra hópi umgangist landið af virðingu séu alltaf svartir sauðir sem engan skilning hafi á afleiðingum gjörða sinna. Þetta gildi sérstaklega um vélhjólamenn. Skýrar merkingar eru á svæðinu um að akstur utan vega sé bannaður en ökuþórarnir sinna þeim ekki. „Aðkoman var hrikaleg. Þeir spóluðu langt upp í bakkana og upp í grasbalana sem er verið að reyna að rækta upp. Það er skömm að þessu," segir Þorvaldur, sem tilkynnti lögreglu um spjöllin. Að sögn Svans Kristinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi, fóru lögreglumenn á fólksbíl á vettvang á sunnudag en sáu ekkert nema hjólför í fjörunni. Sennilega hafi þeir ekki komist á bílnum að þeim stað þar sem ummerkin eru mest.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira