Erlent

Strokufangi saknaði klefafélaganna

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Aðlaðandi tilhugsun?
Aðlaðandi tilhugsun? MYND/Getty Images

Strokufangi sem strauk úr fangelsi í Búlgaríu sneri þangað aftur vegna þess að hann saknaði félaga sinna innan fangelsismúranna. Vassil Ivanov sagðist ekki hafa þolað frelsið án þeirra.

Ivanov var dæmdur fyrir þjófnað árið 1996 og fékk 11 ára fangelsisdóm. Hann strauk úr fangelsinu eftir níu ára vist árið 2005 þegar hann fékk að fara heim í stutt páskafrí.

Ivanov Fangelsisverðir í Stara Zagora fangelsinu í Búlgaríu buðu Ivanov velkominn aftur þegar hann bað um að vera tekinn til baka.

Þar mun hann klára að sitja af sér árin tvö sem eftir voru. Það þykir þó líklegt að dómurinn verði þyngdur vegna flóttans segir á fréttavef Ananova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×