Innlent

Bakkelsi lækkaði minna en virðisaukinn

MYND/Getty Images

Verð í flestum bakaríum lækkaði minna en sem nemur lækkun virðisaukaskatts 1. mars síðastliðinn. Þetta eru niðurstöður verðmælinga verðlagseftirlits ASÍ í tuttugu og einu bakaríi á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð algengt var að verð lækkaði niður í næsta jafna tug í stað nákvæmrar lækkunar um rúm sex prósent til samræmis við lækkun virðisaukaskatts. Algengast var að verð lækkaði milli fjögur og sex prósent.

Lækkunin var áberandi minnst í Café Konditori Copenhagen við Suðurlandsbraut, Þórsbakarí við Ármúla, Bernhöftsbakaríi við Bergstaðastræti og Kökuhorninu í Bæjarlind. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu ASÍ.

Verðmælingarnar voru gerðar í lok janúar og aftur í seinnihluta marsmánaðar. Ekki var um verðsamanburð að ræða heldur var lagt mat á verðbreytingar innan hvers bakarís fyrir sig.

Við útreikninga á verðbreytingum er reiknuð út breyting á verði þriggja vöruflokka, brauði, rúnstykkjum, sætabrauði og kökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×