Erlent

Lífstíðar fangelsi fyrir hryðjuverk

Óli Tynes skrifar

Fimm breskir islamistar voru dæmdir í lífstíðar fangelsi í dag, fyrir að undirbúa stórfelld hryðjuverk í landinu. Ætlan þeirra var að búa til sprengiefni úr 600 kílóum af ammoníum nítrat áburði, til þess að hefna fyrir stuðning Breta við Bandaríkjamenn eftir 11. september árásirnar. Mennirnir fimm voru í tengslum við þá sem myrtu 52 í sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum árið 2005.

Þótt mennirnir fimm séu breskir ríkisborgarar eru þeir allit af erlendum uppruna. Þeir voru í þjálfunarbúðum í Pakistan, til þess að læra að búa til sprengjur. Lögreglan segir að ef þeim hefði tekist ætlunarverk sitt hefði manntjónið orðið gríðarlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×