Erlent

Ungabarn tekið upp í skuld

Serbneskur spítali hefur neitað að af henda móður nýfætt barn sitt þar til hún hefur greitt fyrir sjúkrahúsvistina.

Senija Roganovic frá Macedóníu fæddi barn sitt á Neonatology sjúkrahúsinu í Belgrad fyrir tveimur mánuðum.

Barninu hefur verið haldið á spítalanum síðan, þar sem konan hefur ekki greitt 600 þúsund króna reikning fyrir tíu daga dvöl sína og barnsins á spítalanum.

Roganovic segist ekki vera sjúkratryggð í Serbíu, og að hún hafi enga möguleika á að vinna sér inn fyrir skuldinni.

Fréttastofa Ananova greinir frá því að konan sé nú orðin veik af áhyggjum vegna örlaga barnsins síns og að hún hafi misst 14 kíló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×