Goðssagnakennda rokkhljómsveitin The Who mun spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Á hverju ári kynnir Hróarskelda einhver goðsagnakennd nöfn úr rokkheiminum. Í gegnum tíðina hafa tónlistarmenn og hljómsveitir á borð við Bob Marley, Bob Dylan, David Bowie, Neil Young og Brian Wilson komið fram á hátíðinni.
Breska hljómsveitin The Who skipar sér nú í hóp þeirra hljómsveita sem
spila á Roskilde í ár. Hatíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí.
Miðar á Roskilde '07 eru til sölu á midi.is og miðaverð er 19.500 kr.-