Hékk í poka yfir logandi kolavél 8. febrúar 2007 18:45 Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það. Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Fyrrum vistmaður á Breiðavík segir starfsfólk á staðnum hafa beitt sig óhugnanlegum pyntingum. Hann er í dag heimilislaus drykkjumaður en segir hvorki þjóðfélagið né Breiðavík eiga sök á örlögum sínum. Lee Reynir Freer var 9 ára gamall þegar hann hélt til Breiðavíkur í maí 1955 eftir að hafa orðið uppvís að hnupli og strákapörum. Móðir hans og stjúpfaðir höfðu frétt af góðu heimili í Breiðavík þar sem börn kæmust í útreiðartúra í fallegri sveit. Talið var að dvöl þarna myndi hafa mannbætandi áhrif á drenginn. Reyni leist ljómandi vel á sig í fyrstu. Ekki leið þó á löngu þar til eitt og annað fór að koma upp á. Fyrsta áfallið var eiginmaður ráðskonunnar, smiður nokkur, sem Stefán hét að sögn Reynis. "Það var í honum sadistaháttur og það ekki lítill," segir Reynir.Nokkrir strákar höfðu verið að stríða dreng og læst hann inni á klósetti í skamma stund. Fyrir þetta var Reyni refsað. "Þetta var um hávetur og það var bullandi frost og harðfenni yfir öllu. Hann leysti niður um mig og dró mig síðan á berum rassinum eftir harðfenninu þannig að ég gat ekki með góðu móti setið á rassinum í viku eða hálfan mánuð."Þegar sami maður hýddi hann seinna með belti svo hvein í, sagði Reynir Arndísi eiginkonu hans frá og sýndi henni ummerkin. Hún brást hart við. "Hún labbaði með mér til hans og gaf honum löðrung, meðan ég stóð við hliðina á henni."Í framhaldi af því lagði smiðurinn ekki aftur hendur á Reyni. En ekki linnti harðræðinu. Í refsiskyni setti stundakennari við heimilið Reyni í kartöflupoka og batt hann við ofn í eldhúsinu. Reyni tókst að naga sig út úr pokanum og faldi sig inni á vistinni. Hann fannst og nú varð refsingin þyngri. Aftur var hann settur í poka, bundið fyrir og í þetta skiptið var hann hengdur upp fyrir ofan logandi kolaofninn. Reynir var skelfingu lostinn og óttaðist að eldtungurnar úr kolaofninum myndu læsa sig í pokann."Það var hins vegar refsing forstöðumannsins Björns Loftssonar, segir Reynir, sem skelfdi hann mest . Drenguirnn hafði stokkið upp á traktor og keyrt af stað. Fyrir þá sök tók forstöðumaðurinn hann og fór með að brunni með ísköldu vatni. Þar tók hann um lappir Reynis og stakk honum oní, með höfuðið niður, og lét hann pompa nokkrum sinnum niður á bólakaf. "Ég hélt hann myndi drekkja mér."Pyntingarnar í Breiðavík eru fjarlægar Reyni í dag, hann segir á mörkunum að hann trúi þessu sjálfur. Þrátt fyrir allt hafi gleðistundirnar þessi tæpu þrjú ár hans í Breiðavík verið miklu fleiri en hinar. Hann er í dag heimilislaus og hefur í gegnum tíðina drukkið ótæpilega, misnotað lyf og setið inni. Lífernið segist hann sjálfur hafa kallað yfir sig og það sé fjarri honum að kenna þjóðfélaginu um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira