Innlent

Snjór framleiddur á Dalvík

Á meðan snjó kyngir niður víða um Evrópu þurfa Dalvíkingar að framleiða hann sjálfir. Það hafa þeir gert í vetur og hafa fyrir vikið getað haft skíðasvæði sitt að hluta opið í rúmlega 50 daga sem ella hefði verið lokað flesta daga.

Forvígismenn skíðasvæðisins segja vélarnar sem framleiða snjóinn hafa breytt miklu og eru þess fullvissir að þetta sé það sem koma skuli eigi að halda skíðasvæðum á landinu opnum svo einhverju nemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×