Kostelic hætt keppni

Króatíska skíðadrottningin Janica Kostelic tilkynnti í dag að hún væri hætt keppni, aðeins 25 ára gömul. Kostelic hefur átt við þrálát meiðsli að stríða undanfarið. Hún á fjögur gullverðlaun í safni sínu, fimm heimsmeistaratitla og þrisvar hefur hún unnið heimsbikarinn. Hún varð fyrsta konan til að vinna þrjú gull í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City í Bandaríkjunum.