Handbolti

Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ung­verja­landi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anton og Jónas eru á leið til Ungverjalands.
Anton og Jónas eru á leið til Ungverjalands. vísir/diego

Það er farið að draga til tíðinda í Meistaradeildinni í handbolta og þar eiga Íslendingar nokkra fulltrúa.

Átta liða úrslitin hefjast á morgun og er einnig spilað á fimmtudaginn.

Íslendingar eru á mála hjá fimm af þeim átta félögum sem standa eftir í keppninni og við eigum líka eitt dómarapar í þeim Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni.

Þeir félagar verða í eldlínunni á fimmtudag er þeir dæma stórleik Pick Szeged og Barcelona. Janus Daði Smárason leikur með liði Szeged.

Leikir á miðvikudag:

Magdeburg - Veszprém

Nantes - Sporting

Fimmtudagur:

Pick Szeged - Barcelona

Füchse Berlin - Aalborg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×