Innlent

Eins og tifandi tímasprengja

Rafvirki sem vann í húsunum sem brunnu í gær líkir ástandi rafmagnsmála í þeim við tifandi tímasprengju. Kristján Kristjánsson rafvirkjameistari vann að rafmagninu í húsinu á horni Lækjargötu og Austurstræti fyrir skemmstu.

Hann segir ástandið þar hafa verið mjög slæmt, raflagnir hafi verið gamlar og mikið af ryki á þeim. Það hafi því aðeins þurft einn neista til að kveikja þar bál. Þetta hafi því verið eins og tifandi tímasprengja.

Aðspurður telur hann að ástandið sé slæmt víða annars staðar, sérstaklega í Vesturbænum og póstnúmeri 101 þar sem fari saman gamlar raflagnir og ryk. Það þurfi ekki nema smáneista til að allt fuðri upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×