Skrautleg saga húsanna sem brunnu 19. apríl 2007 19:15 MYND/Stöð 2 Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira