Innlent

Óprúttinn leikur að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga

MYND/Róbert

Mikil umferð risaolíuskipa yrði til og frá landinu ef olíuhreinsistöð yrði reist á Vestfjörðum. Loftmengun frá slíkri stöð myndi ganga á skjön við mengunarskuldbindingar Íslendinga samkvæmt Kyoto-sáttmálanum, segja Náttúruverndarsamtök. Þau kalla það óprúttin leik að veifa 500 störfum framan í Vestfirðinga.

Olíuhreinistöðin sem menn hafa nú hygmyndir um að reisa vestur á fjörðum er jafnstór og stöð sem er nálægt Björgvin í Noregi og rekin er af Statoil. Vinnslan er 150 þúsund tonn á dag - nálægt átta milljónum tonna á ári.

Hráolían yrði flutt frá Rússlandi og unnin hér á landi. Einkum virðist horft til Dýrafjarðar enda er þar undirlendi sem talsvert þarf af miðað við þarfir verksmiðjunnar.

Stöðin þyrfti fimmtán sinnum stærra svæði en olíutankstöðin í Örfirisey og myndi í Reykjavík nánast jafnstórt svæði og flugvallarsvæðið. Vinnsluferlið er í grunni ekki flókið. Jarðolían er eimuð og um 40 prósent af afurðinni er bensín.

Miklar skipaferðir myndu fylgja þessari vinnslu, en aðstandendur benda á að nú þegar eru mikilir olíuflutningar nálægt landinu en með vinnslunni yrði eftirlitið meira.

Loftemengun er nokkur af þessari vinnslu og mengunarhætta nokkur af olíuflutningunum. Heildarhættan er meiri en af álvinnslu segir dr. Jónas Elíasson, prófessor við Háskóla Íslands.

Þetta er nokkuð á skjön við orð talsmanna olíhreinsistöðvarinnar.

En Náttúruverndarsamtök Íslands segja að þessi vinnsla gangi einfalldlega ekki upp miðað við skuldbindingar Íslendinga í Kyoto-bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×