Viðskipti erlent

Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum

Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum. Hlutabréfavísitölur lækkuðu á helstu mörkuðum í gær og í dag en fjárfestar hafa áhyggjur af hækkandi stýrivöxtum.
Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum. Hlutabréfavísitölur lækkuðu á helstu mörkuðum í gær og í dag en fjárfestar hafa áhyggjur af hækkandi stýrivöxtum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa lækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins á 14 af 17 fjármálamörkuðum í Evrópu í dag. Lækkanirnar koma í kjölfar lækkana í Bandaríkjunum í gær og í Japan. Þetta er fimmti lækkanadagurinn í röð í Evrópu.

Helsta ástæðan fyrir lækkununum er stýrivaxtahækkunin á evrusvæðinu á miðvikudag en vextirnir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þá hafa bandarískir fjárfestar sömuleiðis áhyggjur af stýrivaxtastigi beggja vegna Atlantaála. Litlar líkur benda til þess að stýrivextir lækki í Bandaríkjunum á næstunni.

Dow Jones Stoxx 600-vísitalan hefur lækkað um 3,9 prósent síðan í byrjun mánaðar en hafði skömmu fyrir það legið við hæsta gildi sitt síðan í september árið 2000.

Þá lækkuðu helstu vísitölur í Asíu.

Bloomberg hefur eftir greinanda í Lundúnum í Bretlandi að fjárfestar hafi áhyggjur af hækkandi skuldabréfaálagi og stýrivöxtum. Telur hann von á frekari lækkunum næstu daga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×