Erlent

Sitja fyrir fjársjóðsleitarskipum

Óli Tynes skrifar
Fjársjóðsleitarmennirnir Greg Stemm og Tom Dettweiler skoða gullpeninga.
Fjársjóðsleitarmennirnir Greg Stemm og Tom Dettweiler skoða gullpeninga.

Spænsk herskip sitja nú fyrir tveim bandarískum fjársjóðsleitarskipum sem liggja í höfn á Gíbraltar. Spánverjar telja líklegt að 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem fjársjóðsleitarmennirnir fundu hafi komið úr flaki af spænsku skipi. Þeir eigi því tilkall til fjársjóðsins.

Bandaríkjamennirnir segja að þeir hafi fundið flak skipsins á alþjóðlegu hafsvæði á Atlantshafi. Spánverjar trúa því ekki og telja flakið sé í Miðjarðarhafi, í spænskri lögsögu. Auk þess hafi skipið verið í þjónustu Spánverja þegar það sökk árið 1641.

Fjársjóðurinn hefur þegar verið fluttur flugleiðis til Bandaríkjanna. Fjársjóðsleitarmönnum er hinsvegar vandi á höndum þar sem þeir komast ekki frá Gíbraltar án þess að sigla um spænska lögsögu. Og þar bíða spænsk herskip eftir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×