Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 8. júní 2007 19:03 Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. Kostnaður spítalanna vegna hvers hjúkrunarfræðings af starfsmannaleigu er um 35 prósent hærri en ef um væri að ræða fastan starfsmann. Árið 2005 var heildarkostnaður í þessum lið 50 milljónir, en jókst í 100 milljónir árið 2006. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar samkeppni um hjúkrunarfræðinga. Hún segist skilja að þeir kjósi betur launuð störf en telur þróunina óæskilega fyrir spítalann og þá þjónustu sem þar er veitt. Elsa segir almenna ánægju innan stéttarinnar með stefnu ríkisstjórnarinnar að bæta kjör kvennastétta. Þá telur hún það rýra gæði þjónustunnar að starfsfólki fækki sem er fastráðið. Reglubundinn og stöðugur mannafli sé alltaf bestur fyrir þjónustuna. Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá LSH kannast ekki við að hjúkrunarfræðingar streymi af spítalanum og inn á starfsmannaleigur. Þjónusta þeirra sé þó nýtt, en hún sé dýr fyrir stofnunina. Stefna spítalans í viðskiptum við starfsmannaleigur verður til endurskoðunar í haust. Anna segir að best væri að allir væru ráðnir hjá spítalanum, sérstaklega þegar kemur að fagmenntuðu fólki. Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. Kostnaður spítalanna vegna hvers hjúkrunarfræðings af starfsmannaleigu er um 35 prósent hærri en ef um væri að ræða fastan starfsmann. Árið 2005 var heildarkostnaður í þessum lið 50 milljónir, en jókst í 100 milljónir árið 2006. Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar samkeppni um hjúkrunarfræðinga. Hún segist skilja að þeir kjósi betur launuð störf en telur þróunina óæskilega fyrir spítalann og þá þjónustu sem þar er veitt. Elsa segir almenna ánægju innan stéttarinnar með stefnu ríkisstjórnarinnar að bæta kjör kvennastétta. Þá telur hún það rýra gæði þjónustunnar að starfsfólki fækki sem er fastráðið. Reglubundinn og stöðugur mannafli sé alltaf bestur fyrir þjónustuna. Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá LSH kannast ekki við að hjúkrunarfræðingar streymi af spítalanum og inn á starfsmannaleigur. Þjónusta þeirra sé þó nýtt, en hún sé dýr fyrir stofnunina. Stefna spítalans í viðskiptum við starfsmannaleigur verður til endurskoðunar í haust. Anna segir að best væri að allir væru ráðnir hjá spítalanum, sérstaklega þegar kemur að fagmenntuðu fólki.
Innlent Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira