Innlent

Hálka og hálkublettir á vegum

Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja.

Á Austurlandi og með Suðurströndinni er víða hálka, hálkublettir og snjóþekja. Skafrenningur er á fjallvegum Norðausturlands.

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á

flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir víða um land og eruflutningsaðilar beðnir um að kynna sér það nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×