Ásakanir í garð Frjálslynda flokksins 2. mars 2007 05:00 Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn hefur setið undir ótrúlegum ásökunum síðustu vikurnar vegna málefna innflytjenda. Okkur hefur verið borið ýmislegt á brýn. Mér er til efs að nokkur íslenskur stjórnmálaflokkur hafi legið undir eins ósanngjörnum og ósvífnum árásum og talsmenn Frjálslynda flokksins hafa mátt þola. Stefna Frjálslyndra hefur verið sú rödd skynseminnar að vilja hafa stjórn á því hverjir koma til landsins. Kannað sé hvort um sé að ræða fólk sem hafi eitthvað misjafnt í pokahorninu, og síðan að taka ekki við fleirum en íslenskt velferðarsamfélag ræður við. Sömuleiðis hefur það verið stefna Frjálslynda flokksins að taka þannig á móti gestum að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi og að þeim sem taka þátt á vinnumarkaði bjóðist kjör í samræmi við kjarasamninga og að ekki séu ástunduð félagsleg undirboð. Hver hafa viðbrögð samfélagsins verið? Almenningur hefur tekið undir með okkur í Frjálslynda flokknum og sagt þetta nauðsynlega umræðu sem verði að fara fram og að nauðsynlegt sé að bregðast við ástandinu. Hver hafa viðbrögð pólitískra andstæðinga verið? Þau hafa verið allt önnur. Forsvarsmenn annarra flokka hafa oft látið hafa eftir sér hin ótrúlegustu ummæli. Þeir hafa haft hátt um meinta andúð Frjálslyndra í garð barna af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr. Lengst hafa Framsóknarmenn gengið í ósvífnum ásökunum. Sjálfur varð ég fyrir því að kona í ábyrgðarstöðu í Framsóknarflokknum laug upp á mig ummælum sem ég átti að hafa látið mér um munn fara á fundi í Menntaskólanum við Sund. Í Ríkisútvarpinu fyrr í þessum mánuði flutti Sæunn Stefánsdóttir makalausan pistil, en hún er þingmaður Framsóknarflokksins og sömuleiðis formaður útlendingaráðs. Hún sakaði formann Frjálslynda flokksins um að ganga alla leið í andúð sinni gegn erlendu fólki og ala á ótta fólks í landinu við útlendinga. Nákvæmlega ekkert í ræðu Guðjóns Arnars gaf þingmanninum tilefni til að leggja út af ræðunni á þennan veg. Þegar óskað var eftir því að hún fyndi þessum meiningum einhvern stað, og ef ekki - þá biðjast afsökunar, þráaðist hún við og hélt áfram að afflytja skynsamlega ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Ekki var hún ein um það heldur tóku undir það bæði þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins. Fleiri í Framsókn hafa tekið þátt í þessum lygakór. Nefna má Marsibil Sæmundsdóttir sem er formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar. Hún leyfir sér á opinberum vettvangi á bloggsíðu sinni þann 26. þ. m., að láta þau skilaboð frá sér fara að það væru sérstaklega dapurleg tíðindi þegar spurðist út hverjir myndu leiða framboðslista flokksins í Reykjavík í vor. Útlit væri fyrir að Reykvíkingar þyrftu að hlusta á fordómafulla frambjóðendur halda á lofti stefnu fasista í innflytjendamálum! Hvernig væri að formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar væri látin rökstyðja þessar ósönnu dylgjur með einhverjum hætti? Hvar eru fjölmiðlar landsins sem eiga að veita aðhald og spyrja gagnrýninna spurninga? Sérstaklega væri það viðeigandi eins og í þessu máli þegar formaður mannréttindanefndar á í hlut. Það gerist samt alls ekki, heldur virðist sem fjölmiðlar spili frekar undir vitleysunni en hitt, - að ég tala nú ekki um dálka- og leiðarahöfunda. Nýlega tók einn blaðamaður Morgunblaðsins, Kristján Jónsson, þátt í þessu undirspili og sagði á sinni bloggsíðu að Frjálslyndi flokkurinn væri mælikvarði á grugg í þjóðarsálinni og að flokkurinn höfðaði til minnipokakenndar þar sem allt væri nothæft. Já, það gerði þessi umræddi blaðamaður erlendra frétta í Morgunblaðinu án þess að finna þessum skrifum sínum neinn stað í því sem einhver í Frjálslynda flokknum hefur sagt eða átt að hafa sagt. Þannig er nú um gagnrýna blaðamennsku á þeim bænum. Höfundur er alþingismaður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun