Hörð átök á Norðurbrú 2. mars 2007 06:15 Fólk ætlaði sér greinilega ekki að láta lögregluna taka Ungdómshúsið átakalaust. MYND/Teitur Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Allt logaði í átökum í Kaupmannahöfn í gær eftir að lögreglan hóf að rýma Ungdómshúsið á Norðurbrú, sem áratugum saman hefur verið vinsæll samkomustaður unga fólksins í Kaupmannahöfn. Þúsundir manna mótmæltu rýmingu hússins, köstuðu múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluna og héldu mótmælin áfram allt fram á kvöld víða um borgina, einkum þó á Norðurbrú. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Nørrebrogade síðdegis og víða voru götubardagar þar sem lögreglan beitti meðal annars táragasi. Seint í gærkvöld var síðan boðað til mótmælafundar á Ráðhústorginu og var lögreglan viðbúin átökum þar. Í Svíþjóð efndi ungt fólk einnig til mótmælafunda í gær, meðal annars í Stokkhólmi og Gautaborg, til þess að lýsa stuðningi við félaga sína í Danmörku. Meira en hundrað manns höfðu verið handteknir í Kaupmannahöfn síðdegis í gær og þrír höfðu þurft að fá læknisaðstoð, þar á meðal þýskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem var barinn í höfuðið og fluttur á sjúkrahús. Hópur manna var í húsinu þegar hryðjuverkavarnadeild lögreglunnar mætti á staðinn stuttu fyrir klukkan sjö í gærmorgun. Nokkrir lögreglumenn sigu niður úr þyrlum og aðrir byrjuðu á því að sprauta vatni með háþrýstislöngum á mannfjöldann sem safnaðist að húsinu. Verslanir og fyrirtæki í næsta nágrenni við húsið höfðu varann á og voru spjöld víða negld fyrir glugga. Ungdomshuset, eða Ungeren, var upphaflega reist sem alþýðuhús í lok 19. aldar en hafði staðið ónotað í nokkra áratugi þegar borgaryfirvöld ákváðu árið 1982 að afhenda húsið ungu fólki til afnota. Fyrir sex árum var húsið hins vegar selt fríkirkjusöfnuði í Kaupmannahöfn, sem síðan hefur barist fyrir því að fá húsið rýmt. Unga fólkið vildi þó ekki yfirgefa það fyrr en annað sambærilegt hús hefði fengist í staðinn á sömu slóðum. Á síðasta ári voru síðan felldir tveir dómsúrskurðir í þessu deilumáli og var unga fólkinu gert að rýma húsið ekki síðar en 16. desember síðastliðinn. Sá frestur leið án þess að nokkuð gerðist fyrr en í gær, þegar lögreglan sendi hryðjuverkavarnadeild sína á vettvang til að rýma húsið. Kaupendurnir reiknuðu með því að fá aðgang að húsinu strax í gær til þess að meta ástand þess, að því er fram kemur í dagblaðinu Politiken, en gátu ekki svarað því hvernig húsið yrði nýtt. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill hins vegar, samkvæmt Jótlandspóstinum, að húsið verði jafnað við jörðu sem allra fyrst.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira