Viðskipti erlent

Lenovo innkallar rafhlöður

Maður skoðar IBM-tölvu frá Lenovo.
Maður skoðar IBM-tölvu frá Lenovo. Mynd/AFP

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra.

Lenovo keypti tölvuframleiðslu IBM frá bandaríska fyrirtækinu á síðasta ári.

Í tilkynningu frá Lenovo segir að innköllunin sé gerð af varúðarráðstöfununum en fréttir hafa borist af því að rafhlöðurnarnar hafi ofhitnað og væri hætta á að kviknað geti í þeim.

Breska ríkisútvarpið hefur í dag eftir greinendum að ólíklegt sé talið að innköllunin hafi mikil áhrif á afkomu Lenovo þar sem kostnaðurinn við innköllunina falli í skaut framleiðendur rafhlaðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×