Erlent

Svíar lána Dönum lögreglubíla

Danska lögreglan hefur fengið tuttugu lögreglubíla að láni frá Svíþjóð, vegna átakanna í Kaupmannahöfn í tenglum við rýmingu Ungdómshússins. Sænsku bílarnir eru brynvarðir og ætlaðir til þess að setja í fólk sem er handtekið í óeirðum. Torsten Hesselberg ríkislögreglustjóri Danmerkur, segir þetta til marks um hversu alvarlegt ástandið sé.

Það hefur verið fremur rólegt í Danmörku í dag, en lögreglan vill vera við öllu búin. Bæði hefur frést af fólki frá öðrum evrópuríkjum sem séu að koma til þess að mótmæla, og einnig býst lögreglan við að hústökufólkið sé farið að endurskipuleggja sig eftir skyndiárás lögreglunnar í gær.

Auk sænsku lögreglubílana er því verið að flytja lögreglumenn til Kaupmannahafnar, frá öðrum bæjum og borgum í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×