Erlent

Nowak ákærð fyrir tilraun til mannráns

Nowak sést hér ásamt manninum sem allt snerist um, William Oefelein.
Nowak sést hér ásamt manninum sem allt snerist um, William Oefelein. MYND/AP
Lisa Nowak, geimfarinn sem keyrði yfir hálf Bandaríkin íklædd bleyju, til þess að geta náð sér niðri á konu sem hún taldi keppinaut sinn um ástir annars geimfara, hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns.

Upphaflega var lagt til að hún yrði ákærð fyrir tilraun til manndráps en saksóknari féll frá þeirri kæru. Geimferðastofnun Bandaríkjanna tilkynnti eftir atvikið að hún myndi fylgjast betur með andlegri heilsu geimfara sinni í framtíðinni.

Nowak keyrði sem fyrr segir, íklædd bleyju, yfir hálf Bandaríkin. Bleyjan var svo hún gæti keyrt án þess að stöðva bílinn á leiðinni. Hún fór síðan í dulargervi og elti konuna áður en hún réðist á hana. Konunni tókst að komast undan og lögregla náði stuttu seinna að yfirbuga Nowak þegar hún reyndi að flýja vettvang glæpsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×