Brekkusöngur í Smáralind 5. febrúar 2007 09:30 Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags. Árni Johnsen mun að sjálfsögðu stýra söngnum styrkri hendi, en pólitískur andstæðingur hans, Róbert Marshall, er í hópi þeirra glæstu listamanna sem koma munu fram. Árni var ekki á því að kosningabaráttan yrði samstarfi þeirra eða samsöng til trafala. „Nei, nei, það á enginn erfitt með að syngja saman. Söngur kemur pólitík heldur ekkert við, ekki frekar en landamærum eða tungumálum," sagði hann. Róbert hljóp eftirminnilega í skarðið fyrir Árna á Þjóðhátíð árið 2003, og sagðist hafa fengið fjölda boða um að koma fram og skemmta í kjölfar þess. Hann var sammála Árna um að söngur næði út yfir alla pólitík. „Við Árni höfum meira að segja spilað saman áður, í skötuveislu á Umferðarmiðstöðinni," sagði Róbert. „Ég geri heldur ekki ráð fyrir því að margir myndu kjósa mig út af söngnum, og því síður Árna," bætti hann við. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags. Árni Johnsen mun að sjálfsögðu stýra söngnum styrkri hendi, en pólitískur andstæðingur hans, Róbert Marshall, er í hópi þeirra glæstu listamanna sem koma munu fram. Árni var ekki á því að kosningabaráttan yrði samstarfi þeirra eða samsöng til trafala. „Nei, nei, það á enginn erfitt með að syngja saman. Söngur kemur pólitík heldur ekkert við, ekki frekar en landamærum eða tungumálum," sagði hann. Róbert hljóp eftirminnilega í skarðið fyrir Árna á Þjóðhátíð árið 2003, og sagðist hafa fengið fjölda boða um að koma fram og skemmta í kjölfar þess. Hann var sammála Árna um að söngur næði út yfir alla pólitík. „Við Árni höfum meira að segja spilað saman áður, í skötuveislu á Umferðarmiðstöðinni," sagði Róbert. „Ég geri heldur ekki ráð fyrir því að margir myndu kjósa mig út af söngnum, og því síður Árna," bætti hann við.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira