Bítillinn fyrrverandi Ringo Starr mun afhenda meðlimum Oasis heiðursverðlaun á næstu Brit-verðlaunahátíð þann 14. febrúar.
Oasis hefur ávallt litið upp til Bítlanna eins og heyra má á tónlist sveitarinnar. Sonur Ringo Starr, Zak Starkey, er núverandi trommari Oasis. Gekk hann til liðs við sveitina eftir að Alan White yfirgaf hana fyrir tveimur árum.
Ringo veitir verðlaun
