Innlent

Gistinóttum fjölgaði um 27%

MYND/LJÓSMYNDADEILD

Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um 11.500 milli ára og voru 53.800 í desember síðastliðnum. Aukning varð í öllum landshlutum, en hlutfallslega var hún mest á Austurlandi þar sem gistinæstur nánast tvöfölduðust, fóru úr 900 í 1.700 á milli ára.

Á Norðurlandi var fjölgunin 28%, en á höfuðborgarsvæðinu 27% þar sem heildargistinætur í desember voru 43.000. Gistinætur útlendinga eru tæp 70% af heildarfjölda, en aukning á útlendingum í desembermánuði var 32% á meðan fjölgun Íslendinga var um 18%. Tölurnar eru frá Hagstofu Íslands og ná ekki yfir gistiheimili eða hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×