Erlent

Fjórfætt eldvarpa

Það er best að fara varlega með eld í grennd við kýr.
Það er best að fara varlega með eld í grennd við kýr.

Dýralæknir hefur verið sektaður um 16000 krónur fyrir að valda eldsvoða sem brenndi fjós til kaldra kola á bóndabæ í Lichten Vourde, í Hollandi. Dýralæknirinn hafði verið að reyna að fá bóndann til að breyta samsetningu fóðursins sem hann gaf kúm sínum. Hann sagði að fóðrið ylli óeðlilegri gasmyndun í kúnum. Til þess að sanna mál sitt kveikti hann á eldspýru fyrir aftan eina kúna þegar hún fretaði.

Kýrin breyttist samstundis í fjórfætta eldvörpu og gasblossinn stóð langt aftur af henni. Eldurinn læsti sig í heybala og fjósið varð aleldra á skammri stundu. Bóndanum og dýralækninum tókst að losa skepnurnar og koma þeim út, en fjósið brann til kaldra kola. Fjórfættu eldvörpunni varð ekki meint af þessari tilraun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×