Lífið

Skaut viðvörunarskotum í loftið

Óskarsverðlaunaleikarinn Ryan O'Neal var handtekinn á heimili sínu í Malibu um helgina vegna gruns um að hafa ráðist á son sinn, Griffin. Samkvæmt fréttaveg CBS2 mun O'Neal hafa skotið viðvörunarskotum í loftið til stöðva átök og hræða 42 ára gamlan son sinn. Griffin er þekktur fyrir ofbeldishneigð undir áhrifum áfengis og hefur hlotið dóma vegna þess. Griffin O'Neal var dæmdur árið 1986 fyrir að hafa af gáleysi valdið dauða Gian-Carlo Coppola, sem var sonur kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola. Gian-Carlo lest í bátaslysi. Griffin mun hafa valdið ófrískri kærustu sinni minni háttar meiðslum í átökunum um helgina. Ryan O'Neal er 65 ára og var að koma úr sextugsafmæli fyrrverandi kærustu sinnar, leikkonunnar Farrah Fawcett. Leikarinn hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í myndinni “Love Story”. Ástarsamband þeirra stóð í 17 ár en lauk árið 1997. Þau eiga saman 21 árs gamlan son. Farrah hefur nú fengið úrskurð um að krabbamein sem hún greindist með sé ekki lengur til staðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×