Innlent

Stjórn SUS undrast styrki til sauðfjárræktar

Hljóti samningurinn náð fyrir augum Alþingis telur SUS að sauðfjárrækt á Íslandi verði áfram föst í hlekkjum hafta og miðstýringar.
Hljóti samningurinn náð fyrir augum Alþingis telur SUS að sauðfjárrækt á Íslandi verði áfram föst í hlekkjum hafta og miðstýringar.
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir furðu sinni á fyrirhuguðum samniingi milli ríkisstjórnarinnar og Bændasamtaka Íslands um styrki til sauðfjárræktar. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að stórfelldar niðurgreiðslur í formi skattheimtu, framleiðsluhöftum og verðstýringu gangi þvert á flest grundvallargildi sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir. Stjórn sambandsins telur óeðlilegt að aftengja greinina eðlilegum lögmálum frjáls markaðar og telur “samninginn” á kostnað skattgreiðenda. Þá telur SUS mjög gagnrýnisvert að ríisvaldið skuli hafa bein áhrif á framleiðslu og verðmyndun vörunnar með svokallaðri útflutningsskyldu. Hún felur í sér að framleiðendum er skylt að flytja afurðir sínar út þegar framboð verður meira en eftirspurn á innlendum markaðir. SUS telur tilganginn að halda uppi háu verði á innanlandsmarkaði og það samræmist ekki grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins um frjálsan markaðsbúskap.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×